RÚV

Innansveitarkronika

Categories

Arts

Number of episodes

9

Published on

2012-07-10 21:30:00

Language

Icelandic

Innansveitarkronika

What’s This Podcast
About?

Innansveitarkronika kom út árið 1970. Sagan er skrifuð í stíl endurminninga og þjóðlegra fræða og greinir einkum frá atburðum í Mosfellssveit á seinni hluta nítjándu aldar. Þeir snúast um það að yfirvöld vilja leggja niður kirkju á Mosfelli þar sem haus Egils Skallagrímssonar er grafinn. En bændur í sveitinni una því ekki og tekst að bjarga klukku kirkjunnar og geyma í fjóshaug uns að því kemur löngu síðar að Mosfellskirkja rís á ný til fyrri vegsemdar fyrir tilverknað fóstursonarins á Hrísbrú, Stefáns Þorlákssonar. Inn í þessa frásögn fléttast saga Guðrúnar Jónsdóttur af því er hún villtist á heiðinni um vor með brauðið dýra. Hún lá úti í nokkur dægur en brauðið var ósnert í skjólunni. Höfundur les. Hljóðritun frá 1979. Lestrar Halldórs Laxness úr safni RÚV eru færðir þjóðinni að gjöf í samstarfi við Guðnýju Halldórsdóttur og Sigríði Halldórsdóttur, dætur skáldsins.

Podcast Urls

Podcast Copyright

RÚV

Start monitoring your podcast.

Sign up to track rankings and reviews from Spotify, Apple Podcasts and more.