Um áratugaskeið var Jóhann Páll Árnason prófessor í félagsfræði í Ástralíu. Rannsóknir Jóhanns Páls spanna hnöttinn þveran og endilangan. Hann hefur skrifað ítarlega um þróun japansks samfélags, skrifað um sovésku leiðina til nútímans, um Evrópu, Íslam, og Kína svo eitthvað sé nefnt. Hann beitir tækjum sagnfræði, félagsfræði og heimspeki til að greina ólíkar leiðir mismunandi menningarheima til nútímans. Þættir í sögu nútímans er viðtalaröð í fjórum hlutum þar sem Kristján Guðjónsson og Guðmundur Ævar Oddsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, ræða við Jóhann Pál um æviferil hans og rannsóknir, um sögulega félagsfræði og ástand heimsins í dag. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
RÚV Hlaðvörp
Sign up to track rankings and reviews from Spotify, Apple Podcasts and more.